Norðurfjörður: athugun hafin á hagkvæmni hitaveitu

Norðurfjörður. Mynd: westfjords.is

Verkfræðistofan Stoð á Sauðárkróki hefur verið ráðin til þess að gera hagkvæmniathugun á því að leggja hitaveitu í Norðurfirði í Árneshreppi. Í Krossnesi er borhola með sjálfrennandi heitu vatni og er ætlunin að leggja veitu frá henni inn fjörðinn að Urðartindi í fjarðarbotninum ef hagkvæmt reynist. Skúli á von á skýrslu frá Stoð seinna á þessu ári og framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Orkusjóður veitti nærri 6 m.kr. styrk til verkefnisins.

DEILA