Methagnaður af Landsvirkjun

Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 19 milljörðum króna og nær þrefaldaðist frá síðasta ári þegar hann var um 7 milljarðar. Þessi hækkun hagnaðar er einkum rakin til hækkunar á raforkuverði til stórnotenda. Afkoman hefur aldrei verið betri í sögu orkufyrirtækis þjóðarinnar segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.

Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi og er hún í raun meiri en framboð. Rekstrartekjur námu 339 m. USD á fyrri helmingi árs, sem er 30% hækkun miðað við sama tímabil árið áður. Verð á alþjóðlegum hrávöru- og orkumörkuðum er hátt á tímabilinu.

Rekstrartekjur mældar í milljónum Bandaríkjadala, USD.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og virðisrýrnun, EBITDA, nam 264 milljónum USD á fyrri hluta árs og hefur aldrei verið hærri. Það jafngildir um 37 milljörðum króna. Þessi hækkun er í takti við háar rekstrartekjur segir í fréttatilkynningunni.

Nettó skuldir (vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé fyrirtækisins) lækkuðu um 148 m. USD frá áramótum eða um tæplega 21 milljarð króna. Eiginfjárhlutfallið er 52,8%.

Um horfum í rekstrinum segir að þær séu góðar. Afkoma Landsvirkjunar er mjög sterk um þessar mundir sem skýrist aðallega af hækkun á raforkuverði til stórnotenda og endurspeglar endursamninga undanfarinna ára.

DEILA