Maskína: Fleiri jákvæðir til flugvallar í Vatnsmýrinni eftir eldgosin á Reykjanesi

Reykjavíkurflugvöllur séð til suðurs, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður í bakgrúnni. Mynd: Mats Wibe Lund.

Mun fleiri eru jákvæðir til flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík eftir eldgosin og jarðhræringarnar á Reykjanesi að undanförnu. Um 20% svarenda í könnum Maskínu, sem gerð var dagana 12. til 17.ágúst 2022, segjast verða jákvæðari nú til flugvallarins en tæp 8% eru neikvæðari. Rúm 72% svöruðu því til að jarðhræringarnar hefði engin áhrif á afstöðu þeirra til flugvallarins. Svarendur voru 1.070.

Þegar svörin eru greind eftir búsetu svarenda kemur í ljós að á landsbyggðinni eru um 26% jákvæðari en áður til flugvallarins en á suðvesturlandi eru 15-20% jákvæðari. Mun færri eru neikvæðari en áður. Þó sker sig úr afstaða svarenda á Suðurnesjum og Suðurlandi en þar eru um 15% jákvæðari og einnig um 15% neikvæðari.

Í Reykjavík eru 20% jákvæðari og 8% neikvæðari en áður til flugvallarains, svo væntanlega hefur stuðningur við staðsetningu vallarins aukist, en það var ekki spurt um það í könnuninni.

44% neikvæðari til Hvassahrauns

Einnig var spurt um afstöðu til flugvallar í Hvassahrauni. Þar voru 44% svarenda neikvæðari til flugvallar og aðeins 3% jákvæðari í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesi. Rúmlega helmingur svarenda sagði að afstaða þeirra væri óbreytt. Það mældist varla nokkur á landsbyggðinni sem sagðist vera jákvæðari til Hvallahraunsflugvallar og mjög fái á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík sögðust 36% vera neikvæðari til Hvassahraunsflugvallar , 44% í nágrenni Reykjavíkur. Annars staðar var hlutfallið hærra og hæst á Austurlandi en 55% þar voru neikvæðari í afstöðu sinni.

DEILA