Listahátíð Samúels í Selárdal 12.-14. ágúst

Listasafn Samúels stendur fyrir listahátíð í Selárdal 12. -14. ágúst. Meðal þeirra sem fram koma eru Skúli mennski og Between Mountains og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun syngja við undirleik Francisco Javier Jauregui. Í boði verður leiðsögn í gönguferð um nágrennið, flugdrekasmiðja fyrir fjölskylduna, Íslandsmót í listrænni flugdrekagerð og flugdrekaflugi og sýningar á steypverkum í Listasafni Samúels og á kvikmyndinni Steyptir draumar í kirkjunni. Matur verður í boði 27 Mathúss. Loks verður fjöruferð og brennusöngur með eðal Bílddælingum og DJ Mjalti bóndi mun koma fólki í góðan gír.

Hátíðarpassi kostar kr. 7000 frá föstudegi til sunnudags, 12. -14. ágúst. Miðasala er á tix.is: https://tix.is/is/event/13736/listahati-samuels-2022/?fbclid=IwAR0NQVySqI0lu5CrKKqD8DNDkkezuyMABQHzxQGvDcm9kKrjlCLBzbX98uA

Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Listasafns Samúels.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðinn.

DEILA