Laugardalsá: 54 laxar á mánudaginn

Laugardalsá.

Alls höfðu veiðst 54 laxar í Laugardalsá á mánudaginn samkvæmt heimildum Bæjarins besta. Veiði hófst í ánni 15. júní sl.

Landssamband veiðifélaga hefur ekki birt upplýsingar um veiði í ánum við Ísafjarðardjúp í sumar, en framkvæmdastjóri þess sagði í síðustu viku að veiðst hefðu 25 laxar í Langadalsá og vonaðist til þess að fá fljótlega upplýsingar um veiði í Laugardalsá og Hvannadalsá.

Vikulegar eru birtat tölur um laxveiði í um 60 ám á landinu. Með 25 laxa veiði væri Langadalsá í 55. sæti og Laugardalsá með 54 laxa myndi vera í 53. sæti. Mest er veiðin í Ytri Rangaá eða 1.707 laxar.

Nýjar veiðitölur verða birtar á morgun og verður fróðlegt að sjá hvernig gengið hefur að fá upplýsingar um veiðina í Djúpinu.

DEILA