Kertafleyting á Ísafirði og Patreksfirði – aldrei aftur Hírósíma og Nagasagí

Frá kertafleytingu á Ísafirði 2019.

Fyrir 77 árum, 6. og 9. ágúst 1945, vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasaki í Japan. Frá árinu 1985 hafa Íslendingar minnst fórnarlamba þessara skelfilegu árása með kertafleytingu og áréttað kröfuna um heim án kjarnorkuvopna.
Vestfirðir eru þar engin undantekning og verður fórnarlambanna minnst bæði á Ísafirði og á Patreksfirði 9. ágúst næstkomandi klukkan 22:30.

Komið verður saman á Ísafirði við Neðstakaupstað á Suðurtanga þar sem Nina Ivanova flytur ávarp og á Patreksfirði við franska minnisvarðann í Króknum mun María Ósk Óskarsdóttir flytja ávarp. Mun fólk  sameinast í yfirlýsingunni Aldrei aftur Hirósíma og Nagasaki! 

Vonast er til að sjá sem flesta.

Myndir: Bryndís Friðgeirsdóttir.

DEILA