Ísafjarðarbær: skipað í öldungaráð

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til að Auður Ólafsdóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson og Sigríður Magnúsdóttir verði kosin aðalfulltrúar í öldungaráð , og að varafulltrúar þeirra verði Gunnlaugur Einarsson, Karitas Pálsdóttir og Soffía Ingimarsdóttir.

Félög eldri borgara í Ísafjarðarbæ tilnefna Þorbjörn Sveinsson, Guðný Sigríði Þórðardóttur og Sigrúnu C. Halldórsdóttur sem aðalfulltrúa, og Kristjönu Sigurðardóttur, Finn Magnússon og G. Elísabetu Pálsdóttur sem varafulltrúa.

Þá tilnefnir heilsugæslan Heiðu Björk Ólafsdóttur sem aðalfulltrúa, og Hildi Elísabetu Pétursdóttur sem varafulltrúa.

Lagt er til  að Auður Ólafsdóttir verði kosin formaður öldungaráðsins.

Gengið verður frá skipaninni á bæjarstjórnarfundi seinna í vikunni.

Öldungaráð fer með verkefni samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Öldungaráðið fer einnig með verkefni samkvæmt 8. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra. Ráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa sem eru 67 ára og eldri.