Ísafjarðarbær: launakostnaður fyrstu 7 mánuði ársins undir áætlun

Oft er mikið um að vera í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Launakostaður fyrir sjö mánuði ársins 2022 nemur 1.876.100.154 kr. samanborið við áætlun upp á 1.919.628.998 kr. Launakostnaður er því 43,5 m.kr. undir áætlun eða 2,3%. Þetta kemur fram í  minnisblaði deildarstjóra launadeildar Ísafjarðarbæjar.

Hjá sjö deildum bæjarins var launakostnaðurinn 2 m.kr. undir áætlun og hjá einni þeirra, hafnarsjóði, var launakostnaðurinn 6 m.kr. umfram áætlun eða tæp 7%.

Launakostnaður við æskulýðs- og íþróttamál var 15 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir eða 10%. Til atvinnumála var 4,2 m.kr. minna varið en til stóð en það jafngildir nærri 21%.

DEILA