GERUM ÍSLENSKU KÚL Á NÝ: HRAÐ-ÍSLENSKA

Þessi texti er auglýsing fyrir atburð á vegum Íslenskuvæns samfélags og Háskólaseturs Vestfjarða. Þetta er auglýsing fyrir Hrað-íslensku sem verður á Dokkunni, Sindragötu 14, miðvikudaginn 17. ágúst klukkan 19:30.

Hvað er hrað-íslenska?

Hrað-íslenska er svipuð og það sem heitir Speed dating á ensku. Ekki er hrað-íslenska þó rómantískt stefnumót. Hrað-íslenska gefur fólki sem er að læra íslensku tækifæri til að æfa sig. Hugmyndin er að það æfi sig með að tala íslensku við innfædda eða fólk sem talar góða íslensku. Meiningin er að innfæddir og þeir sem tala góða íslensku sitji við borð. Þeir sem æfa sig að tala íslensku fara frá einu borði til annars og reyna að eiga í samræðum við fólkið.

Hópurinn sem æfir málið 17. ágúst er hópur byrjenda. Hópurinn er á þriggja vikna A1-A2 íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða sem byrjaði 1. ágúst.

Við viljum líka bjóða öðru fólki að vera með. Fólki sem er byrjendur í íslensku. Ef annað fólk vill vera með þarf það að skrifa póst á islenska(hja)uw.is og skrá sig.

Við viljum líka óska eftir innfæddum eða fólki sem talar góða íslensku að hjálpa okkur. Hjálp passar vel við hugmyndina um almannakennarann, að allir geti hjálpað fólki við að æfa og læra íslensku.

Þannig værir þú lesandi góður tilbúinn til að koma og spjalla smá við íslenskunemendur og hjálpa þeim að læra? Ef svarið er já þá hjálpar þú við að gera íslensku kúl á ný. Þú þarft þá líka að senda póst á islenska(hja)uw.is. Það má líka hringja í 8920799.

Í fyrra var þetta mjög skemmtilegt og verður það örugglega líka í ár.

Með íslenskuvænum kveðjum,

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs og meðlimur í starfshópi Íslenskuvæns samfélags

DEILA