Bolafjall: formleg opnun á morgun

Útsýnispallurinn á Bolajalli. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Útsýnispallurinn á Bolafjalli verður formlega opnaður í fyrramálið kl 9 þegar verktakafyrirtækið Eykt afhendur pallinn til bæjaryfirvalda. Ríkisstjórn Íslands verður viðstödd athöfnina en ríkisstjórnarfundur verður á Ísafirði síðar um daginn. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að allir séu velkomnir.

Bæjaryfirvöld standa fyrir kynningarfundi upp á Bolafjalli á laugardaginn kl 14 fyrir íbúa og aðra sem hafa áhuga á að kynnast þessu merka verkefni og framkvæmdinni. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri og Finnbogi Bjarnason, byggingarfulltrúi verða til viðtals og svara fyrirspurnum.

DEILA