Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar ákvörðun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps um að taka upp óformlegar viðræður. Vesturbyggð hafði í desember 2021 óskað eftir óformlegum viðræðum og svaraði sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps erindinu í síðasta mánuði þar sem það var samþykkt.
Bæjarstjóra Vesturbyggðar var falið að ræða við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps um næstu skref.