Uppskrift vikunnar: lax

Mér finnst lax alveg einstaklega góður nánast hvernig sem er en þessi uppskrift er í einstöku uppáhaldi. Fann hana fyrir einhverjum árum á netinu.

Hunangsgljáður lax með geggjuðu meðlæti

4 hvítlauksrif, marin

1/4 bolli sojasósa

1/3 bolli hunang

Nýmalaður pipar

900 g lax (eða hvaða fiskur sem þú vilt)

450 g rósakál, skorið til helminga eða í fjóra bita

Ferskar jurtir eins og basilika, oregano eða graslaukur til að skreyta

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Takið fram litla skál og pískið hvítlauk, sojasósu og hunang.
  3. Leggið laxinn fyrir miðju á bökunarplötunni.
  4. Setjið rósakálið (skorið í bita) í skál og hellið helmingnum af hunangsblöndunni yfir. Penslið síðan restinni af blöndunni yfir laxinn og piprið. Og ef eitthvað er eftir af blöndunni getur þú penslað aftur yfir laxinn eftir að hann bakast.
  5. Ristið laxinn og rósakálið í ofni í 15 mín þar til laxinn fer auðveldlega í sundur með gaffli og rósakálið er byrjað að fá á sig karamellugljáa.
  6. Skerið laxinn í bita og berið fram með rósakáli, ferskum kryddjurtum og sítrónubátum.

Verði ykkur að góðu.

Halla Lúthersdóttir

DEILA