Stefán Vagn: í grunninn fylgjandi gjaldtöku af umferð um jarðgöng

Stefán Vagn Stefánsson.

Stefán Vagn Stefánsson, alþm. (B) í Norðvesturkjördæmi segist í grunninn fylgjandi þeirri hugmynd sem fram kemur í samgönguáætlun og gerir ráð fyrir að taka eigi gjald af umferð í öllum jarðgöngum, í því felst ákveðið jafnræði.

„Stóra spurningin er þessi, viljum við halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á síðustu ár það að ein eða engin jarðganga framkvæmd sé í gangi í einu eða viljum við fjölga og hraða þeim framkvæmdum sem kallað er eftir. Ef svarið er já þá þurfum við að finna leiðir til fjármögnunar og sú leið sem hér er til umræðu er ein af þeim leiðum.“

Gjaldtaka leiðir til fleiri jarðganga

Stefán Vagn bætir við: „Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að fjölga jarðgöngum, til að tengja betur sama samfélög og sveitarfélög og ekki síður vegna öryggisþáttarins. Þess vegna er ég fylgjandi þeirri hugmynd að taka gjald af umferð í jarðgöngum, öllum, svo jafnræðis sé gætt, ekki bara þeim nýju eða þeim sem eiga eftir að koma. Gjaldtökuna á svo eftir að ræða en ljóst er að hún þarf að vera hófleg og mögulega skipt eftir búsetu, þ.e.a.s. þeir sem búa innan sveitarfélags þar sem jarðgöngin eru staðsett og tengja saman þéttbýliskjarna, sama vinnusóknarsvæði, eiga að greiða minna en ferðmenn inn á sama svæði. Vonandi verður þetta til þess að þær jarðganga framkvæmdir sem Vestfirðingar hafa raðað í forgang komist fyrr til framkvæmdar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Það er markmiðið.“

DEILA