Ísafjörður: Kerecis fær stærri lóð í Sundstræti

Norðurtangahúsið.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt nýjan lóðaleigusamning vegna viðbótar við lóð Kerecis við Sundstræti 38, Ísafirði.

Lóðinni sem var sameign Sundstrætis 36 (íbúðarhluti) og Sundstræti 38 (Kerecis) hefur verið skipt í tvær lóðir og
iðnaðarhlutann aðgreindur frá íbúðarhlutanum. Þá fékk fyrirtækið aukaspildu undir bílastæði fyrir starfsmenn norðan til við húsið.

Eftir breytingu verður lóðin að Sundstræti 38 1.178 fermetrar og hámarksstærð bygginga á lóðinni verður 1.300 rúmmetrar. Breytingin á nýtingu lóðar nr 38 er talin hafa óveruleg áhrif þar sem húsnæðið hafi til þessa verið nýtt undir atvinnustarfsemi.

DEILA