Ísafjarðarhöfn: 3 skemmtiferðaskip í gær og þrjú í dag

Oft er mikið um að vera í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Þrjú skip voru komin í Ísafjarðarhöfn í morgunsárið í gær. Fyrstur var National Geographic Explorer, svo Hanseatic Nature og síðastur Le Bellot. Samtals geta skipin tekin um 580 farþega. Ísafjörður skartaði sínu fegursta og farþegar fóru í skoðunarferðir.

Í dag eru einnig þrjú skip skráð til Ísafjarðar. Spirit of Discovery, sem tekur 1.000 farþega, Viking Jupiter með 930 farþega og AIDAluna sem tekur 2.500 farþega. Samtals taka þessi þrjú skip nærri 4.500 farþega.

DEILA