Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar í Byggðasafni Vestfjarða

Árið 2008 færðu hjónin Ásgeir S. Sigurðsson og Messíana Marsellíusdóttir Byggðasafni Vestfjarða að gjöf Harmonikusafn Ásgeirs S.Sigurðssonar.

Þá taldi safnið um 140 harmonikur af ýmsum stærðum og gerðum og frá ýmsum tímaskeiðum í þróunarsögu harmonikunnar.

Elsta harmonika safnsins er síðan um 1830 og er hún í mjög góðu ásigkomulagi og í upprunalegum umbúðum. Í safninu eru margir kjörgripir, og margar harmonikur sem voru í eigu þekktra Íslenskra harmonikuleikara en Ásgeir hefur einmitt lagt sig fram við að safna slíkum hljóðfærum sem eiga sér langa og merka sögu í íslenskri tónlist.

Safnið heldur áfram að stækka og telur nú rúmlega 220 harmonikur.

Nokkrar harmonikur úr safni Ásgeirs eru nú til sýnis á 3. hæð í Turnhúsinu, safnhúsinu í Neðstakaupstað

DEILA