Yfirlýsing frá nýkjörinni sveitarstjórn Reykhólahrepps

Við þökkum fyrir traustið sem okkur var sýnt í kosningunum.

Við erum mjög spennt fyrir komandi samstarfi og förum jákvæð og bjartsýn inn í kjörtímabilið.

Við teljum að tækifærin til uppbyggingar séu gríðarlega mörg og hlökkum til að reyna að grípa þessi tækifæri fyrir samfélagið okkar.

Jafnframt erum við mjög ánægð að Ingibjörg Birna var tilbúin til áframhaldandi samstarfs. Ingibjörg Birna hefur sinnt starfi sínu sem sveitarstjóri af heilindum og metnaði og hefur ávallt hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Það er því mikið happ fyrir sveitarfélagið að hún muni áfram sinna þessu starfi. 

DEILA