Vesturbyggð: tekjur 11% yfir áætlun

    Bíldudalshöfn.

    Lagðar hafa verið fram rekstrartölur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins fyrir Vesturbyggð.

    Útsvarstekjur eru yfir áætlun eða um 14% og rekstrartekjur í heild um 11,4% yfir áætlun. Rekstrargjöld eru samkvæmt áætlun. Fjármunatekjur og gjöld eru 18% yfir áætlun. Á sama tíma hefur útsvarsgreiðendum fjölgað vegna íbúafjölgunar í sveitarfélaginu.

    Gert var ráð fyrir því að reksturinn fyrir árið 2022 myndi skila 44 milljónum í hagnað fyrir árið. Skv. niðurstöðum fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins er rekstrarniðurstaðan fyrir það tímabil þegar orðin 46,5 milljónir.

    Bæjarráð Vesturbyggðar  samþykkti í síðustu viku viðauka við fjárhagsáætlun um 10 m.kr. vegna kaupa á lyftara fyrir áhaldahús og Patreksfirði.

     

    DEILA