Í kosningunum voru margar útstrikanir hjá D lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vesturbyggð, en listinn fékk samtals 263 atkvæði.
Í fyrsta sæti listans var Ásgeir Sveinsson sem fékk 42 útstrikanir eða færslur í sæti neðar á listanum og er það um 16% af atkvæðum listans.
Anna Vilborg Rúnarsdóttir í öðru sæti listans var færð neðar eða strikuð út 18 sinnum en það samsvarar tæpum 7% af atkvæðum listans.
Hjá öðrum á D lista Sjálfstæðisflokks og óháðra og hjá N-listi Nýrrar sýnar sem fékk 281 atkvæði var um mun færri útstrikanir og tilfærslur að ræða eða innan við 2% af atkvæðum listanna.
Hjá D lista Sjálfstæðisflokks og óháðra voru 54 breyttir seðlar en 12 hjá N-listi Nýrrar sýnar.