Lítilsháttar fjölgun íbúa varð á Vestfjörðum síðasta hálfa árið, frá 1.desember 2021 til 1.6. 2022. Íbúum fjölgaði úr 7.204 í 7.217 manns. Í Vesturbyggð fjölgaði um 30 manns en í Ísafjarðarbæ fækkaði um jafnmarga. Í Súðavík fjölgaði um 12 manns og fjölgun var einnig í Tálknafirði um 9 manns. Í Kaldrananeshreppi og Strandabyggð fækkaði fólki samtals um 15 manns.