Til íhugunar fyrir Patreksfirðinga og aðra

Fróðleg en afar fáorð innihaldsrýr lesning varðandi stórt mál!

Greinarhöfundur var að líta yfir stiklur um innihald viljayfirlýsingar milli Vesturbyggðar og Arnarlax sem var að birtast í BB – Ansi dapurt að það þurfi utan- að- komandi aðila eða BB til að upplýsa íbúa Vesturbyggðar um hvað fulltrúar okkar eru að semja. Það á að vera sjálfsagt.

Spyrja má: Í umboði hverra er bæjarstjórnin?

 
 Í yfirlýsingunni  um 8 blaðsíður og að mestu útstrikaðri að sögn BB en stiklar  aðeins á tilteknu og tryggu framboði geislaðs neysluvatns og  stækkun hafnarmannvirkja.  Fjárfestingar um kr. 700 miljónir. Eitt stórt atriði er utan umfjöllunar. Umbætur á gatnakerfi þorpsins. Það er ekkert um bætt eða styrkt gatnakerfi til að greiða flutninga inn í þorpið og út úr því. Sá þáttur hýtur að vera ein af megin forsendunum fyrir svo umfangsmikilli starfsemi á Vatneyri til viðbótar við það sem þar er fyrir.  Ætla mætti að sá þáttur teljist til viðskiftahagsmuna og ekki til umfjöllunar. Hver veit.  Vesturbyggð hefur áður farið gegnum uppbyggingarferli á Bíldudal. Það ber að draga lærdóm af því sem miður fór. Kalkið var fyrri þáttur þess ferlis og var því miður sett niður í þrengslum við höfnina þrátt fyrir landfyllingu. Hefði átt að vera utan þorpsins. Síðan kom laxinn. Landþurrð var fyrirséð en ekki talin vandamál. Arnarlax kom sér fyrir og hóf starfsemi. Þá varð gatnakerfi þorpsins annar megin flöskuhálsinn. það skapaðist nánast hættuástand, of tíðir og miklir þungaflutningar um þröngar íbúðagötur þótt hluti þeirra teldist þjóðvegur í þéttbýli. Gögn laxeldisaðila, sem lögð voru fyrir þáverandi bæjarstjórn, vísuðu í það að eldisfiskurinn yrði fullunninn á Bíldudal og afurðirnar fluttar á markað  að mestu með skipi/skipum. Hvað gerðist? Engin fullvinnsla og allt flutt með bílum um þorpsgötur sem alls ekki voru  til þess ætlaðar.

Og meira. Sú lausn sem sett er fram í gildandi aðalskipulagi á Patreksfirði um tengingu við þjóðveginn þarfnast skoðunar í þessu samhengi.  Full þörf  er á að rýna í þennan þátt á flutningafræðilegum forsendum og reyndar alla þætti á viðkomandi forsendum svo sem neysluvatn, raforku, frárennsli  og hljóðdempun að sitthvað sé talið.

Heillandi viðfangsefni  blasir við í tengslum við fyrirhugaða starfsemi Arnarlax á Patreksfirði. Vonandi að allt fari eftir væntingum og í fullri sátt við samfélag og umhverfi. 

Patreksfirði 13. júní 2022

Með sumarkveðjum til lesenda BB og allra Vestfirðinga

          Úlfar B Thoroddsen

DEILA