Tálknafjörður: ræða breytingar á nefndum og fundum

Tálknafjörður.

Sveitarstjórn Tálknafjarðar afgreiddi til síðari umræðu á fundi sínum í síðustu viku tillögur um breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.

Að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar sveitarstjóra eru þessar breytingar þríþættar.

 1. Breytingar á fagnefndum sveitarfélagsins.
  • Fagnefndum fjölgar úr þremur í fimm og verða þessar:
   • Atvinnu- og hafnarnefnd
   • Umhverfis- og bygginganefnd
   • Skipulagsnefnd
   • Fræðslunefnd
   • Íþrótta-, menningar og æskulýðsnefnd.
 2. Fundum sveitarstjórnar er fjölgað í 2 á mánuði og fundardagar breytast.
  • Frá og með næsta hausti mun sveitarstjórn funda annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
 3. Nauðsynlegar orðalagsbreytingar vegna vísanna í lög og samræmingar og ýmisleg slík atriði.
DEILA