Tálknafjörður og Reykhólar: fundir á fimmtudaginn

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar á Tálknafirði verður á morgun, fimmtudaginn 2. júní og verður þá skipað í nefndir og kosinn oddviti. Ráðning sveitarstjóra er á dagskrá og er líklegt talið að Ólafi Þór Ólafssyni sveitarstjóra verði boðið starfið áfram.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps heldur sinn fyrsta fund einnig á morgun 2. júní. Kosinn verður oddviti og nefndakjör verður á dagskrá. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir verður áfram sveitarstjóri.

DEILA