Tálknafjörður: óformlegar sameiningarviðræður við Vesturbyggð

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum fyrir helgi samhljóða að taka upp óformlegar viðræður við bæjarstjórn
Vesturbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Það var bæjarstjórn Vesturbyggðar sem sendi erindi til sveitarstjórnarinnar þann 20.12. á síðasta ári þar sem farið var fram á óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þáverandi sveitarstjórn ákvað að svara ekki erindinu heldur vísa því til nýrrar sveitarstjórnar sem kosin var í vor.

Í samþykkt Tálknafjarðarhrepps kemur ekkert fram um afstöðu sveitarstjórnarinnar til erindisins, en telja verður líklegt að sameining komi til greina að öðrum kosti hefði erindinu verið hafnað.

DEILA