Laun Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps eru 1.400 þús kr. á mánuði.
Sveitarstjóri fær akstursstyrk fyrir 600 km á mánuði auk framlags vegna síma- og netkostnaðar, brúttó 50 þúsund krónur á mánuði. Sveitarstjóri fær ekki greitt sérstaklega fyrir nefnda- eða stjórnarsetu fyrir félög eða stjórnir á vegum Súðavíkurhrepps.
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 3 mánuðir og biðlaun er í 6 mánuði. Biðlaunaákvæði tekur mið af því ef kemur til skipulagsbreytinga, starfið lagt niður eða ef sveitarstjórn eða sveitarstjóri óska eftir að sveitarstjóri haldi ekki áfram starfi.