Súðavík: Kristján Rúnar nýr oddviti. Bragi áfram sveitarstjóri

Kristján Rúnar Kristjánsson var kosinn oddviti Súðavíkurhrepps til næsta árs á fyrsta fundi sveitarstjórnarinnar á laugardaginn. Jónas Ólafur Skúlason var kosinn varaoddviti.

þá var samþykkt að ráða Braga Thoroddsen áfram sveitarstjóra og verður ráðningarsamningur við hann lagður fram á næsta fundi sveitarstjórnar þann 24. júní.

Auk Kristjáns Rúnars og Jónasar sitja í sveitarstjórninni Yordan Yordanov, Aníta Björk Pálínudóttir og Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri.

DEILA