Styðjum Úkraínu – Stand With Me lag og texti Selvadore Rähni

Í undirbúningi undir tónleika úkraínsku kammersveitarinnar Kyiv Soloists var Selvadore Rähni eðlilega oft hugsað til ástandsins í Úkraínu.

Þetta fallega lag sem hér fylgir með má segja að hafi komið til Selvadore því það var samið á 20 mínútum. Fjölmargir listamenn í Eistlandi og á Íslandi komu að gerð myndbandsins og söngvarinn er Marta Arula.

Lagið er innblásið af reynslu klíníska sálfræðingsins Sirje Rass, sem var við pólsk-úkraínsku landamærin til að hjálpa úkraínskum börnum, mæðrum og fjölskyldum sem sluppu úr stríðinu.

MUNUM TÓNLEIKANA TIL STYRKTAR ÚKRAíNU ÍÞRÓTTAHÚSINU ÁRBÆ FIMMTUDAGINN 30 JÚNÍ KL. 19:30