Sjómannadagurinn næsta sunnudag

Kappróður á sjómannadaginn 'i Bolungavík

Sjómannadagurinn 2022 er sunnudagurinn 12. júní. Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir.

Nú þegar Sjómannadagurinn nálgast, dagurinn sem tileinkaður er hetjum hafsins, sjómönnunum okkar, þá er gaman að segja frá því að þó svo að hann hafi ekki verið lögskipaður sem frídagur sjómanna fyrr en 1987 þá var hann fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði.

Í Bolungarvík var Sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur 29. maí 1939 og í ár er dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags.

Sama er að segja um Patreksfjörð þar verður fjölbreytt dagskrá í fjóra daga frá fimmtudegi til sunnudags.

DEILA