Samstarf við Bolungarvíkurkaupstað um dagvist aldraðra

Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður hafa gert með sér þjónustusamning um dagvist aldraðra sem kveður á um að allt að fjórum einstaklingum með lögheimili í Bolungarvík verði úthlutað dagdvalarplássi á dagdeild eldri borgara á Hlíf á Ísafirði.

Nýir umsækjendur úr Bolungarvík skulu eftir sem áður sækja um dagdvöl til félagsþjónustu Bolungarvíkurkaupstaðar sem kemur umsókninni áfram til velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar.

Bolungarvíkurkaupstaður greiðir kostnað vegna þjónustunnar en daggjald fyrir einstakling er 3.080 kr.

Gildistími samningsins er frá 1. mars 2022 til 31. desember 2022.

DEILA