Áhrif fyrsta bylgju kórónuveirufaraldursins voru nokkuð ólík á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin (Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Finnland).
Þannig varð til dæmis samdráttur í gistináttum mestur á Íslandi auk þess sem atvinnuleysi jókst mest hérlendis meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð. Hins vegar fór atvinnuleysi minnkandi eftir því sem leið á árið 2021 á öllum Norðurlöndunum auk þess sem fjöldi starfandi jókst.
Nokkur munur var á Norðurlöndunum út fá því til hvaða aðgerða var gripið til þess að verjast kórónuveirufaraldrinum.
Þannig var hver og einn íbúi Danmerkur prófaður að jafnaði sjö sinnum (fram að þriðja ársfjórðungi 2021) en meðalfjöldi prófa á hvern íbúa á Íslandi var 1,9.
Á Íslandi var 2,3 % af vergri landsframleiðslu (GDP) varið til styrkja til einkafyrirtækja vegna faraldursins á tímabilinu mars 2020 til september 2021 og var það hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum (upplýsingar vantaði þó frá Noregi).