Ísafjörður – Sumarskóli knattspyrnunnar

Sumarskóli knattspyrnudeildar Vestra er á sínum stað líkt og síðast liðin ár. Þar er boðið upp á skemmtilegt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára.

Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur eða frá 4-15. júlí og er ýmist hægt að kaupa aðra vikuna eða báðar. 

Einnig er hægt að kaupa gæslu fyrir börnin frá kl. 8-9 og svo frá kl. 12-14 en skólinn sjálfur er frá kl. 9-12. 

Allir velkomnir að hafa gaman saman, ekki skilyrði að æfa knattspyrnu.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Vestra.

DEILA