Alls bárust 1.238 tonn að landi í Ísafjarðarhöfn í maímánuði. Alt var þetta afli af togveiðiskipum. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 174 tonnum af afurðum eftir eina veiðiferð. Stefnir ÍS kom með 418 tonn í 6 veiðiferðum.
Páll Pálsson ÍS landaði 315 tonnum úr þremur veiðiferðum. Frosti ÞH var með 133 tonn einnig í þremur veiðiferðum og Jóhanna Gísladóttir GK 92 tonn í tveimur túrum.
Klakkur ÍS var á rækjuveiðum og landaði 107 tonn eftir fjórar veiðiferðir.