Gylfi Ólafsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður. Þau eru bæði frá Í lista. Þriðji bæjarráðsmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson frá B lista. Jóhann Birkir Helgason, D-lista, verður áheyrnarfulltrúi.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir (Í) var kosin forseti bæjarstjórnar, Magnús Einar Magnússon (Í) er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, og Jóhann Birkir Helgason (D) annar varaforseti bæjarstjórnar.
Þá hefur bæjarstjórn kosið í fastanefndir og ráð á vegum bæjarins. Formenn og varaformenn eru allir frá Í lista með þeirri undantekningu að Ásgerður Þorleifsdóttir (B) er formaður menningarmálanefndar.
Formaður fræðslunefndar er Finney Rakel Árnadóttir.
Magnús Einar Magnússon er formaður hafnarstjórnar.
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir er formaður íþrótta- og tómstundanefndar.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er formaður skipulags- og mannvirkjanefndar.
Nanný Arna Guðmundsdóttir er formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Þórir Guðmundsson er formaður velferðarnefndar.