Ferðafélag Ísfirðinga: Gönguferð upp á Hádegishornið í Súgandafirði

Laugardaginn 25. júní
Fararstjórn: Sturla Páll Sturluson.
Brottför: Kl. 9. á  einkabílum frá Bónus á Ísafirði
Lagt af stað frá gamla flugvellinum á Suðureyri.

Gangan byrjar nokkuð bratt, en eftir að komið er upp á hjallann fremst á Spillinum verður gangan mun þægilegri.
Af fjallinu er frábært útsýni til hafs, sem og yfir Súgandafjörðinn og Staðardal.
Vegalengdin er 5 km fram og til baka.

Hækkun 408 m, en hæð Hádegishornsins er 462 m.

Sturla Páll er mættur aftur tvíefldur til að stjórna gönguferðum á vegum Ferðafélags Ísfirðinga. Að þessu sinni stjórnar hann ferð upp á Hádegishornið í Súgandafirði. Á leiðinni mun hann örugglega segja frá ýmsu um landshætti og örnefni á leiðinni.  Þá verða einnig rifjaðar upp skemmtilegar sögur af mönnum og byggð í firðinum , sumar sannar og sumar lognar, sem gengið hafa manna á milli í gegnum tíðina. Hressandi og skemmtileg ganga með heimamanni sem þekkir svæðið vel og hefur frá mörgu forvitnilegu að segja um heimabyggðina. Þú mátt alls ekki láta þessa fram hjá þér fara.

DEILA