Enn og aftur bilar Baldur

Yfirlýsing frá bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps varðandi Breiðafjarðarferjuna Baldur

Enn og aftur berast fréttir af bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri með yfir hundrað manns um borð.

Margoft hefur verið bent á það öryggisleysi sem fylgir því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hefur ítrekað bilað.

Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast með nokkru móti.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar hafa ítrekað sent frá sér yfirlýsingar um ónægju sína með ástand mála, átt marga fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar og rætt við samgönguyfirvöld um úrbætur en enn bilar Baldur.

Nú er nóg komið og stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum.

DEILA