Landlæknir hvetur alla 80 ára og eldri og þá sem hafa undirliggjandi áhættuþætti að þiggja fjórðu sprautu af bólusetningu gegn Covid-19 og ekki skiptir máli af hvaða gerð fyrri sprautur voru.
Fjórðu sprautu má gefa fjórum mánuðum eftir þriðju sprautu en mælt er með að bíða í a.m.k. þrjá mánuði eftir Covid-19 sýkingu með að fara í bólusetningu. Um 82% Vestfirðinga 80 ára og eldri þegið fjórðu sprautu.
Stefnt er að bólusetningu fullorðinna fyrir Covid-19 miðvikudaginn 22. júní. Við viljum biðja alla sem hafa áhuga á að fá sprautu, hvort sem það er 1. ,2., 3. eða 4. sprauta að senda póst á bolusetning@hvest.is eða hringja í 450 4500 og láta skrá sig.
Bólusetningu barna fyrir Covid-19 fara fram miðvikudaginn 29. júní. Við viljum biðja forráðamenn sem hafa áhuga á að láta bólusetja börnin sín að senda póst á bolusetning@hvest.is. Mælt er með að bíða í þrjá mánuði með bólusetningu eftir Covid-19 sýkingu.
Íbúar á sunnanverðu svæðinu (Vesturbyggð og Tálknafirði) er bent á að hafi samband við Heilbrigðisstofnunina ef þeir hafa hug á bólusetningu. (bolusetning@hvest.is eða hringja í 450 4500 )