Bolungavík: bæjarstjórinn fær 1.649 þús kr. á mánuði

Laun Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra í Bolungavík eru annars vegar föst laun 974.154 kr. á mánuði og hins vegar 50 klst yfirvinna sem gera 674.602 kr. á mánuði. Samanlagt eru laun Jóns Páls 1.648.756 kr. á mánuði. Ráðningartíminn er út kjörtímabilið 2022-2026. Bæjarsjóður leggur til GSM síma og ferðatölvu auk tölvutengingar. Greiddir eru 1000 km á mánuði í akstur og greitt skv. akstursgjaldi ríkisstarfsmanna 127 kr/km.

Gagnkvæmur 6 mánaða uppsagnarfrestur er í samningnum og ef Jón Páll verður ekki endurráðinn bæjarstjóri í lok kjörtímabilsins á hann rétt á biðlaunum í 6 mánuði. Taki Jón Páll við betur launuðu starfi á biðlaunatímabilinu falla biðlaun niður en séu launajör lakari greiðir bæjarsjóður það sem upp á vantar.

Jón Páll Hreinsson hefur verið bæjarstjóri í Bolungavík frá miðju ári 2016.

DEILA