Áður óséðir gullmolar frá Patreksfirði

Opinber heimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar til Patreksfjarðar, árið 1952

Öllum Vestfirðingum, og öðrum landsmönnum, er boðið á sérstakan viðburð Kvikmyndasafns Íslands á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði næstu helgi. Kvikmyndasafn Íslands hefur tekið saman myndefni frá fyrri hluta og um miðja síðustu öld sem tengist aðallega Patreksfirði en einnig Vestfjörðum. Margt af því efni sem til sýnis verður hefur ekki birts almenningi áður. Elsta efnið er úr safni Péturs A. Ólafssonar, kaupmanns, en aðrir kvikmyndagerðarmenn sem eiga efni í sýningu Kvikmyndasafnsins eru m.a. Kjartan Ó. Bjarnason, Vigfús Sigurgeirsson og Hannes Pálsson.

Sýningin hefst klukkan 11:10 á hvítasunnudag, 5. júní, og verður frítt inn á sýninguna sem fram fer í Skjaldborgarbíói. Fólk er hvatt til að mæta og þá sérstaklega Patreksfirðingar, ungir sem aldnir, og kíkja í glugga liðina alda á Patreksfirði og nágrenni.


Á myndinni (sem Vigfús Sigurgersson tók) má sjá hvar Hannes Pálsson er að taka mynd.
Skjaldborg.

DEILA