Vísindaport: Reyniviður og vistfræði hans á Vestfjörðum, aldur vaxtarhraði og þéttleiki

Sighvatur Jón Þórarinsson. Ljósmynd: Ómar Smári Kristinsson, fyrir Ferðafélag Ísfirðinga

Föstudaginn 20. maí mun Sighvatur Jón Þórarinsson garðyrkjufulltrúi Ísafjarðarbæjar flytja erindið: Reyniviður og vistfræði hans á Vestfjörðum, aldur vaxtarhraði og þéttleiki. Erindið verður í tveim hlutum, fyrri hlutinn er almenns eðlis um efnið en seinni hlutinn fjallar sérstaklega um rannsóknir á reyniviði í Trostansfirði.

Sighvatur lauk BS prófi í skógfræði og landgræðslufræðum frá umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann býr yfir mikilli reynslu af uppgræðslu, landgræðslustörfum, skógrækt og var meðal annars umsjónarmaður listigarðsins Skrúðs í Dýrafirði um nokkurt skeið.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku, því verður streymt í gegnum Zoom. https://eu01web.zoom.us/j/61495402043
Allir hjartanlega velkomnir.

DEILA