Vesturbyggð: Ný Sýn hélt meirihlutanum

Patreksfjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Engin breyting varð á skipan bæjarstjórnar í Vesturbyggð. Sömu listar buðu fram nú og fyrir fjórum árum og úrslitin urðu á sama veg. Ný Sýn fékk meirihluta atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir fékk þrjá bæjarfulltrúa.

Talin atkvæði voru 562 atkvæði og skiptast þau á eftirfarandi hátt: 

D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra – 263 atkvæði
N-listi Nýrrar sýnar – 281

Auðir seðlar eru 14 og aðrir ógildir 4.

Bæjarfulltrúar Nýrrar Sýar eru Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Friðbjörn Steinar Ottósson og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir. Fyrir D listann voru kosin Ásgeir Sveinsson, Anna Vilborg Rúnarsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir.

DEILA