Vesturbyggð: jákvæð karlmennska styrkt um 100.000 kr.

Menningar-og ferðamálaráð Vesturbyggðar samþykkti í síðustu viku nokkra styrki samtals að fjárhæð 750.000 kr.

Flak ehf á Patreksfirði fékk styrk að fjárhæð 100.000 kr til þess að standa fyrir fyrirlestri um jákvæða karlmennsku.  Meginmarkmiðið er að „er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.“ eins og segir í styrkumsókninni.

Fyrirlesturinn verður opinn öllum og aðgangur ókeypis.
Áætlaður kostnaður er 400.000. og samanstendur af fyrirlestrum, ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi fyrir tvo fyrirlesara á vegum Karlmennskunnar ásamt eigin vinnu.

Lionsmenn á Patreksfirði hafa þegar samþykkt að styrkja verkefnið um 175.000 kr og fá í leiðinni að njóta góðs af komu ,,Karlmennskunnar“ og fá fyrirlestur fyrir Lionsmenn á lokuðum fundi í Skjaldborgarbíói.

Fundurinn er liður í 8 fræðslufundum sem Flak ehf stendur fyrir og ætlaðir eru til þess að „virkja umræður um hin ýmsu málefni, víkka sjóndeildarhringinn og ýta undir tengslamyndun og samveru. Við teljum að svona fræðsla geti átt þátt í því að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu okkar og viljum við gera okkar besta í því að leggja okkar af mörkum í þeim efnum.“

DEILA