Súðavík: Raggagarður opnar 1. júní – vantar starfsmann í sumar

Raggagarður í Súðavík verður opnaður 1. júní næstkomandi segir Vilborg Arnarsdóttir aðalhvatamaður að stofnun garðsins.

Byrjað er að huga að sumarstarfinu og er verið að leita að starfsmanni í sumar. Viðkomandi þarf helst að vera laghent/ur, hafa gaman að því að vinna úti og hafa gaman að garðvinnu. Sérstök skilyrði er að geta unnið sjálfstætt.

Vilborg við störf í Raggagarði.

Súðavíkurhreppur hefur síðustu tvö ár styrkt garðinn um fyrir launum starfsmanns í tvo mánuði á sumri segir Vilborg og „þannig komumst við yfir covid tímabilið þar sem sérstaklega þurfti að passa upp á sótthreinsun og þess háttar. En gestakomur eru að nálgast 20 þúsund yfir árið og því er full þörf fyrir starfsmann í garðinn yfir há anna tímann. Raggagarður þakkar Súðavíkurhrepp fyrir ómetanlegan stuðning við fjölskyldugarð Vestfjarða í Súðavík. „

Áhugasamir geta sent starfsumsókn og ferilskrá á mailið raggagardur@simnet.is. Um er að ræða starf alla virka daga frá kl: 08:00 til 17:00. frá 15 júní til 15 ágúst.

DEILA