Strandveiðarnar hófust í gær. Á Patreksfirði lönduðu 26 bátar afla og náðu þeir skammtinum sem eru 700 kg. Liðlega 20 tonnum var landað. Að sögn hafnarvarðar var leiðindaveður í morgun og fóru aðeins þrír bátar á sjó.
Í Bolungavík lönduðu 13 strandveiðibátar afla samtals nærri 10 tonnum.
Ekki var hægt að hefja róða frá Norðurfirði í Árneshreppi vegna þungatakmarkana á veginum norður. Þeim var hins vegar aflétt í morgun.