Rannsóknarsetur á Ströndum fær 11 m.kr. styrk

Skrá á gamlar dagbækur.

Háskóli Íslands, rannsóknasetur á Ströndum hefur fengið styrk að fjárhæð 10.936.000 kr. fyrir árin 2022-2023. Verkefnið er fjarvinnsla á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum í samvinnu við söfn og þjóðmenningarstofnanir á svæðinu og á landsvísu. Ráða á í eitt og hálft stöðugildi til að safna upplýsingum og skrá menningararf á sviði þjóðfræði og koma honum á stafrænt og aðgengilegt form. Flokka á ljósmyndir frá Ströndum, gamlar dagbækur á landsvísu og viðtöl úr Vesturheimi og nýrri viðtöl tekin á Ströndum.

Það er Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem veitti alls fjóra styrki til fjarvinnslustöðva á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Styrkirnir nema samtals 35 milljónum kr. Þetta er í fjórða sinn sem ráðherra úthlutar slíkum styrkjum. Einn styrkjanna er til rannsóknarsetursins á Ströndum.

Forstöðumaður Rannsóknarsetursins á Ströndum er Jón Jónsson þjóðfræðingur, Kirkjubóli í Tungusveit.

DEILA