Ráðstefna um Íslenska þjóðfélagið

Í dag, föstudaginn 13. apríl, hefst fjórtánda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið í Edinborgarhúsinu. Eftir hádegi færist ráðstefnan yfir í Háskólasetur Vestfjarða og stendur fram á laugardag. 

Að þessu sinni fer ráðstefnan fram undir yfirskriftinni „Samfélag og náttúra – stál í stál eða hönd í hönd?“. Fjöldi áhugaverðra málstofa fara fram á ráðstefnunni og eru þær opnar almenningi. Í kynningu á ráðstefnunni er fólk hvatt til að kynna sér efni málstofanna og koma við í Edinborgarhúsinu og Háskólasetrinu á föstudag og á laugardag. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til að sækja stakar málstofur en ef fólk vill taka þátt í sameiginlegum hádegisverði þarf að skrá sig og greiða þátttökugjald, 3000 kr. fyrir einn dag og 6000 kr. fyrir báða dagana.

Í dag verða 6 málstofur. Þrjár þeirri fyrir hádegi í Edinborgarsalnum og þær þrjár seinni verða eftir hádegið í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. Á laugardag heldur ráðstefnan áfram með tveimur málstofum.

Allar nánari upplýsingar um skráningu og fleira eru aðgengilegar á vefsíðu ráðstefnunnar . Dagskrána má finna hér: https://www.uw.is/haskolasetur_vestfjarda/skraarsafn/skra/996/ og útdráttur á erindum :

https://www.uw.is/haskolasetur_vestfjarda/skraarsafn/skra/997/

DEILA