Listasafn Ísafjarða fær gjöf frá Íslandsbanka

Fyrir breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka á síðasta ári var ákveðið á hluthafafundi að 203 listaverk í eigu bankans yrðu þjóðareign og afhent völdum söfnum um allt land.

Meðal verkanna eru þjóðargersemar sem talið var mikilvægt að yrðu varðveitt til frambúðar hjá Listasafni Íslands en jafnframt horft til þess að fleiri söfn fengju notið þessarar gjafar.

Nú fyrr í vikunni fór fram athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem söfnin tóku formlega við gjöf Íslandsbanka.

Listasafn Ísafjarðar er meðal þeirra safna sem nýtur góðs af gjöfinni og fær tvö verk, annað eftir Gunnlaugur Scheving og hitt eftir Jón Þorleifsson. Kristín Þóra Guðbjartsdóttir tók við gjöfinni fyrir hönd Listasafns Ísafjarðar og þakkaði velvilja í garð safnsins.

DEILA