Leyndarlíf vaðfuglaunga

Ingrid Bobeková

Á morgun, þriðjudaginn 3. maí, kl. 10:00, mun Ingrid Bobeková verja meistaraprófsritgerð sína í í haf og strndsvæðastjórnun.

Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „The secret life of wader chicks:Understanding the ontogeny of behaviours towards independence in Eurasian oystercatchers (Haematopus ostralegus)“ eða „Leyndarlíf vaðfuglaunga – Að skilja þroskaferil atferlis í áttina að sjálfstæði.“

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Verónica Méndez Aragón fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er Dr. Triin Kaasiku, frá Háskólanum í Tartu í Eistlandi.

DEILA