Ísafjarðarbær: 121 atkvæði breytt í kosningunum

Alls var breytt atkvæði aðal- og varamanna á kjörseðlum, það er útstrikanir eða færsla í sæti neðar en nemur
röðunartölu á 121 kjörseðli í kosningunum í Ísafjarðarbæ. Af 897 atkvæðum Í listans var 55 þeirra breytt. Oddviti listans Gylfi Ólafsson var strikaður út eða færður niður á 23 seðlum, Arna Lára Jónsdóttir á 12 seðlum, Þorbjörn Jóhannesson á 10 seðlum sem og Valur Richter. Nanný Arna Guðmundsdóttir fékk 8 útstrikanir ,Magnús Einar Magnússon 5, Finney Rakel Árnadóttir 5, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir 3, Kristín Björk Jóhannsdóttir 3 og Guðmundur Ólafsson 1.

Framsóknarflokkurinn fékk 473 atkvæði og var 35 þeirra breytt. Kristján Þór Kristjánsson var strikaður út á 16 kjörseðlum, Sædís Ólöf Þórsdóttir 13, Elísabet Samúelsdóttir 7 og Bernharður Guðmundsson 4.

Af 479 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins var 31 þeirra breytt. Jóhann Birkir Helgason fékk 4 útstrikanir, Steinunn Guðný Einarsdóttir 6, Aðalsteinn Egill Traustason 2 og Dagný Finnbjörnsdóttir 6.

Breytingarnar á kjörseðlunum leiddu ekki til breytinga á röðun þeirra sem kjörnir voru í sveitarstjórn.

DEILA