HG: hlutur Einars Vals ekki til sölu

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvör hf segir að hlutur hans í fyrirtækinu sé ekki til sölu. Samkvæmt ársreikningi fyrir 2020 á Einar Valur 7,09% hlutafjár.

Bæjarins besta innti Einar Val eftir því hvort breytingar yrðu á rekstri HG svo sem samrekstur í vinnslu eða útgerð í kjölfar kaupa Jakobs Valgeirs ehf á 20% hlutafjár í HG.

„Ákvarðanir um meiri háttar breytingar á rekstri félagsins eru teknar af stjórn þess á hverjum tíma og mitt hlutverk er rekstur félagsins.“

DEILA