Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg fær styrk

Heimildamyndahátíðin Skjaldborg hefur fengið 3.500.000 kr. styrk úr Barnamenninngarsjóði fyrir verkefnið – Skjaldbakan.
Skjaldborg er í samstarfi við Heimildamyndasamsteypuna, Kvikmyndamiðstöð Íslands o.fl. Í lýsingu á verkefninu segir :
„Skjaldbakan skríður um landið og býður upp á námskeið í heimildamyndagerð. Hún býður krökkum að horfa í kring um sig og skoða sitt nærumhverfi og sinn hversdagsleika í gegnum nýja linsu.
Verkefnið gefur þeim tækifæri til að varpa sínum hugarheim á hvíta tjaldið og upplifa sig sem höfund verks í sal fullum af áhorfendum. Skjaldbakan vinnur með börnum á Patreksfirði, Seyðisfirði og í Reykjavík og býr þannig til tengingar þvert yfir landið.“

Það voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra sem tilkynntu í gær á degi barnsins, um úthlutun styrkja úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls hljóta 34 verkefni styrk að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 92 milljónum króna. Er þetta í fjórða sinn sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum.

DEILA